Cy Pres verðlaunin – Consumer Privacy and Privacy Online

Cy pres awards verðlaun eru sjóður sem dreift er sem hluta af samningsgreiðslum frá hópmálsóknum (class action lawsuit settlements) í Bandaríkjunum. Þegar ekki næst að greiða út allar bætur til allra meðlima hópmálsókna, þá er leyfilegt að dreifa þeim til velgjörðarsamtaka, stuðningshópa og rannsókanaraðila sem á einhvern hátt styðja við eða standa fyrir meðlimi viðkomandi hópmálsókna. Cy pres verðlaun sem tengjast verndun á persónugögnum geta hjálpað Tor-verkefninu við að fræða einstaklinga og stofnanir um hvernig þau geti haldið í friðhelgi sína á netinu, barist fyrir aukinni vernd persónuupplýsinga, og við að útbúa mikilvæga tækni til verndunar einkalífsins; helst frjálsri, ókeypis og með opnum grunnkóða.

Um Tor-verkefnið (The Tor Project)

Tor-verkefnið, skráð sem bandarísk 501(c)3 sjálfseignarstofnun, var stofnað árið 2006 og er með það hlutverk að styðja við mannréttindi og frelsi með því að:

  • Hanna og koma í framkvæmd frjálsri og opinni tækniþekkingu sem miðar að friðhelgi og nafnleynd,
  • Styðja við að allir geti haft aðgang og getir notað slíka þekkingu, og
  • Auka vísindalegan jafnt sem almennan skilning á slíkri tækniþekkingu.

Tor-verkefnið og samfélagið í kringum það, þróa og dreifa sumar af vinsælustu og mest notuðu tæknilausnir með frjálsum og aðgengilegum kóða: Tor-vafrann og Tor-netkerfið.

Jafnframt því að þróa tæknilausnir, hjálpa samtökin fólki að halda friðhelgi sinni á netinu. Tor-verkefnið hefur uppfrætt þúsundir aðgerðasinna, blaðamenn, baráttufólk fyrir mannréttindum, bókasafnsfræðinga, neytendur og venjulega netnotendur um hvernig eigi að verja sig og gæta gagnaleyndar í netheimum.

Tor-verkefnið (the Tor Project) er þekkt sem leiðandi afl varðandi gagnaleynd og persónuvernd á netinu, því snúa fjölmiðlar sér oft að okkur til að verða sér úti um upplýsingar um hvernig einstaklingar og neytendur almennt geta varið persónuleg gögn sín.

Í gegnum árin hefur Tor-verkefnið tekið við cy pres awards verðlaunum sem tengjast verndun á persónugögnum í gegnum Consumer Privacy styrki frá Rose Foundation. Samtökin hafa áratuga reynslu af samvinnu og verkefnum með fjárfestum og samstarfsaðilum á borð við U.S. State Department – Bureau of Democracy, Human Rights, and Labor; National Science Foundation; Defense Advanced Research Projects Agency (DARPA); og Media Democracy Fund.

Hafðu samband við Tor-verkefnið vegna Cy Pres Award verðlaunanna

If you would like to speak to somebody at the Tor Project about whether or not the organization might be appropriate for a cy pres award, please contact the team at grants@torproject.org.

Ítarefni